Settings
Light Theme
Dark Theme

45. Sigga Dögg og Soffía Bærings um sambandsslit

45. Sigga Dögg og Soffía Bærings um sambandsslit
Dec 16, 2020 · 1h 16m 21s

Í þessum þætti fékk Guðrún Inga Torfadóttir þær Siggu Dögg kynfræðing og Soffíu Bæringsdóttur fjölskylduráðgjafa og doulu með sér til að spá aðeins í sambandsslitum foreldra. Þátturinn hefst á 7...

show more
Í þessum þætti fékk Guðrún Inga Torfadóttir þær Siggu Dögg kynfræðing og Soffíu Bæringsdóttur fjölskylduráðgjafa og doulu með sér til að spá aðeins í sambandsslitum foreldra. Þátturinn hefst á 7 mínútna langri og krefjandi einræðu Guðrúnar, ef þú vilt sleppa við hana, um tengslatýpur og hvernig þær geta haft áhrif á hvernig samband virðist fara hring eftir hring í þvottavél af spennu, upplausn og sátt. Og þótt þess konar sambönd geti enst í mörg ár eða ævilangt þá geta þau haft neikvæð áhrif á uppeldisumhverfi barna.

Sigga Dögg fór fyrr á árinu í gegnum skilnað og skrifaði um það barnabók til að geta lesið með börnunum sínum þremur. Hún kaus að einblína á og grafa upp alla þá verndandi þætti sem geta hjálpað börnum að komast í gegnum það tímabil breytinga sem skilnaðir eru.

En fyrst og fremst ræddum við um hvað geti búið að baki ákvörðun um skilnað og hvort von sé fyrir sambönd sem hafa gengið í gegnum erfiða tíma. Fræðsla, bæði um áhrif barneigna á sambönd, sem og um áhrif skilnaða á börn ef það er eina leiðin, getur hvort tveggja haft mjög mikið að segja skv. rannsóknum um velferð fjölskyldunnar. Það sem skipti einna mestu máli um góða aðlögun barna að skilnaði foreldra sinna eru einmitt erjurnar sem leiddu til skilnaðarins og hvort þær halda áfram eftir skilnað. Það getur samkvæmt rannsóknum skipt meira máli en skilnaðurinn sjálfur þegar kemur að líðan barna.
show less
Information
Author medvitadirforeldrar
Website -
Tags
-

Looks like you don't have any active episode

Browse Spreaker Catalogue to discover great new content

Current

Looks like you don't have any episodes in your queue

Browse Spreaker Catalogue to discover great new content

Next Up

Episode Cover Episode Cover

It's so quiet here...

Time to discover new episodes!

Discover
Your Library
Search