Settings
Light Theme
Dark Theme
Podcast Cover

Virðing í uppeldi

  • 98. Þroski og vegferð Elsu og Kristínar sem mæður, grasrótarkonur og uppeldisfræðingar

    22 FEB 2024 · Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir ræddu í þættinum við Guðrúnu Ingu Torfadóttur vítt og breytt um virðingarríkt uppeldi og þroskasögu sína þegar kemur að foreldrahlutverkinu og foreldraráðgjöf. Allar þrjár hafa verið vinkonur í sjö til átta ár og mynduðu félagsskapinn Meðvitaða foreldra með fleiri góðum. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þær Elsa og Kristín urðu fyrst mæður fyrir nærri því einum og hálfum áratug, kynntust RIE og virðingarríka arminum og hófu nám í faginu sömuleiðis með ólíkum hætti. Við heyrum um þetta ferðalag þeirra og hvernig hefur verið að samþætta akademískan þátt uppeldisfræðanna við innsæi sitt og svo áfram vítt og breytt um foreldrahlutverkið og þroskaferlið sem það felur í sér. ---- Elsa er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur og jógakennari. Hún er lærdómsfús og fær aldrei nóg af því að afla sér þekkingar og hefur setið hin ýmsu námskeið og vinnustofur. Þar má nefna ígrundaðar samræður foreldra (RDPED), “polyvagal informed treatment”, “fierce self-compassion”, “the power of mindful self-compassion”, doulunámskeið, BIO TRIO (erasmus verkefni um samskipti) o.fl. Elsa starfar einnig sem verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni við HÍ og kennir jóga í Yogavin studio. Kristín Björg er foreldra- og uppeldisfræðingur, iðjuþjálfi, jógakennari og með MA í dans- og hreyfimeðferð. Hún er þriggja barna móðir sem henni þykir meiri lærdómur en nokkur háskólagráða. Helstu áhugasvið Kristínar eru virðing og tengsl í uppeldi, skynúrvinnslu kenningar (e. sensory integration) og allt sem viðkemur vinnu með líkamann.
    1h 11m 44s
  • 97. Eitt svefnvandamál leyst

    8 FEB 2024 · Kona á samtal við konu um hvernig á að koma á nýjum svefnvenjum og eignast kvöldin sín aftur; fyrir raunveruleikaþætti, prjónaskap eða að stara út í loftið eða í augu makans. Skiptir ekki öllu máli fyrir hvað, en meira máli skiptir að trúa því að það er hægt! Í þetta sinn voru það vinkonurnar Birna Almarsdóttir og Guðrún Inga Torfadóttir sem rifjuðu upp hvernig gekk að gera stórar breytingar með litlu samtali á tilhögun háttatímans hjá einni frábærri stelpu sem nú arkar almennt betur sofin út í dagana sína eftir breytingarnar. Vonandi hjálpar þessi litla umfjöllun þér að taka á einhverju sem þarf e.t.v. að breyta eða hnika til í svefnuppeldinu á þínu barni. Ef ekki, þá má benda á stóra þáttinn, nr. 50 í Virðingu í uppeldi sem fer mun nánar ofan í svefnsálmana.
    22m 5s
  • 96. Undirbúningur fæðingar

    25 JAN 2024 · Auður Bjarnadóttir, eigandi Jógasetursins og dásamlegur meðgöngujógakennari, kom beint úr tíma með fullan sal af verðandi mæðrum sem dönsuðu og önduðu ásamt Birnu Almarsdóttur sem á brátt von á sér. Þær ræddu við Guðrúnu Ingu Torfadóttur um undirbúning fæðingar, stuðning maka, að vinna sig í gegnum tilfinningar sem vakna á meðgöngu og góðar möntrur sem hjálpa við að sjá fyrir sér góða fæðingu. Dásamlegt spjall sem fer í góðan sarpinn með öðrum þáttum Virðingar í uppeldi sem fjalla um fæðingar.
    40m 52s
  • 95. Gleðiskruddan og jákvæð sálfræði

    11 JAN 2024 · Perla Hafþórsdóttir tók á aðventunni á móti þeim Marit Davíðsdóttur og Yrju Kristinsdóttur sem saman sköpuðu Gleðiskrudduna og eru mjög virkar við að halda námskeið fyrir börn og ungmenni. Þær gáfu jafnframt út samnefnda dagbók fyrir börn að vinna með sem er mjög vel heppnuð og notuð víða. Gleðiskruddan byggist á jákvæðri sálfræði og leggur áherslu á að efla sjálfsþekkingu og auka vellíðan og við kynnumst í þessum þætti aðeins hvernig þær hugsa þetta allt saman. Eflandi og jákvætt upphaf hjá okkur á nýju ári í Virðingu í uppeldi!
    1h 3m 13s
  • 94. Hugarfrelsi

    6 DEC 2023 · Vinkonurnar til margra ára sem stofnuðu Hugarfrelsi og hafa í um tíu ár eða meira starfað við að heimsækja leik- og grunnskóla og kenna börnum að hugleiða, sem og foreldrum á ótal námskeiðum, heimsóttu þær Dagnýju Hróbjartsdóttur og Guðrúnu Ingu Torfadóttur. Þetta eru þær Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir, sem saman hafa búið til auð af efni, alls konar spjöld, hugleiðslur og bækur en ekki síst kennt í eigin persónu í bekkjum vítt og breitt um landið. Í þættinum leyfðu þær Dagný og Guðrún sér að vera ákafar (styrkleiki, fróðleiksfýsi) og spyrja út í alls konar og tala mikið (styrkleiki, tjáning og samskipti). Hrafnhildur og Unnur (styrkleiki, rósemd) biðu rólegar á meðan og svöruðu svo sem lýsti djúpri reynslu þeirra af málefnunum (styrkleiki, drifkraftur og seigla). Við tæptum sem sagt á ýmsu í þættinum, allt frá umfjöllun um starf þeirra, meðhöndlun kvíða, svefn barna, sjálfstal, styrkleikaeflingu og foreldrahlutverkið í víðum skilningi. Sjá hugarfrelsi.is ef þú vilt vita meira.
    1h 22m 49s
  • 93. Dúlur um úrvinnslu eftir erfiða fæðingu

    23 NOV 2023 · Í þættinum fjalla þær Guðrún Björnsdóttir og Soffía Bæringsdóttir dúlur mættar að ræða erfiða fæðingarreynslu og úrvinnslu vikurnar og mánuði á eftir, eða jafnvel enn síðar. Þær fjalla fallega um þetta málefni og gott er að hlusta á þær og gera upp sína eigin fæðingarreynslu í leiðinni.
    37m 45s
  • 92. Ágústa Rúnars um kynslóðauppeldi

    8 NOV 2023 · Í þættinum fékk Dagný Hróbjartsdóttir Ágústu Rúnarsdóttur til sín í spjall um foreldrahlutverkið og þróun og þroska sinn í því frá því hún varð móðir fyrst, tæplega 17 ára gömul og svo aftur komin yfir fertugt. Tímarnir hafa breyst og fólkið breytist með. Yndislegt spjall sem við mælum með!
    1h 14m 9s
  • 91. Leiðir til gleðilegrar sængurlegu

    26 OCT 2023 · Hér er á ferðinni fjórði þáttur dúlanna Guðrúnar Björnsdóttur og Soffíu Bæringsdóttur í Hönd í hönd. Þær ræða í þættinum um leiðir til þess að gera sængurleguna ánægjulegri og reynslu sína hvað það varðar. Fallegt og rólegt spjall sem er yndi að taka í göngutúrnum, með makanum í bíltúr eða á koddanum fyrir svefninn, sérstaklega ef þú eða einhver nákominn þér á von á barni.
    42m 59s
  • 90. Gestur Pálmason

    6 OCT 2023 · Í þessum 90. þætti Virðingar í uppeldi kynnumst við viðhorfi Gests Pálmasonar, stjórnenda- og teymisþjálfara hjá breska þjálfunarfyrirtækinu Complete Coherence til foreldrahlutverksins í samtali við Guðrúnu Ingu Torfadóttur. Áhugi hans og starfsorka liggur í að vinna með fullorðnu fólki við að ná lengra í störfum og lífi sínu. Viðhorf okkar og orka segi til um hvernig við tengjumst öðrum sem hefur mikið að segja hversu langt við náum. Heilinn hafi möguleika á að aðlagast og breytast alla ævi og við höfum möguleika á að velja okkur viðhorf. Frábært spjall sem gefur orku inn í hversdaginn.
    1h 15m 38s
  • 89. Stutt hugvekja um mörk

    15 SEP 2023 · Öll höfum við stundum gott af því að hlusta á eitthvað sem peppar okkur í leiðtogahlutverkinu. Hér er stutt hugvekja um mörk í boði Guðrúnar Ingu Torfadóttur.
    15m 40s

Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum...

show more
Þetta er hlaðvarp Meðvitaðra foreldra – virðing í uppeldi. Hér er rætt á jafningjagrundvelli um eigin reynslu, líkt og gert er á mánaðarlegum foreldramorgnum og -kvöldum. Þá bjóðum við góðum gestum til okkar sem hafa eitthvað alveg sérstakt fram að færa um virðingarríkt uppeldi.
show less
Contacts
Information

Looks like you don't have any active episode

Browse Spreaker Catalogue to discover great new content

Current

Looks like you don't have any episodes in your queue

Browse Spreaker Catalogue to discover great new content

Next Up

Episode Cover Episode Cover

It's so quiet here...

Time to discover new episodes!

Discover
Your Library
Search