00:00
39:49
Í þessum fyrsta þætti Virðingar í uppeldi í umsjón Árna Kristjánssonar kynnumst við Waldorf-skólanum á Íslandi örlítið með spjalli hans við Waldorfkennarana Martein Teit Kristjánsson og Ingibjörgu Jónu Sigurðardóttur, sem bæði eru reynslumiklir kennarar í Waldorf-stefnunni og hafa jafnframt alið upp börn sín eftir gildum hennar.

Stefna Waldorfskólans byggir á heimspeki og heildrænum lífskenningum Rudolfs Steiner. Í stuttu máli snýst stefnan um að allt skólastarfið byggi á jafnvægi og kærleik, hvort sem litið er til litavals á veggjum, reglum um fatnað eða einstaklingsmiðaðri kennslu.

Waldorf-stefnan hefur á margan hátt samhljóm með því sem við ræðum almennt um hér í hlaðvarpinu og skemmtilegt er að heyra hvernig kennarar og foreldrar með mikla reynslu af stefnunni sjá hana sem mjúka leiðsögn utan um ryþma fjölskyldulífs og samskipti við börn en ekki sem harðlínustefnu sem fylgja beri í einu og öllu. Þá ræddu þau þrjú um hvernig Waldorf nálgunin tengist skjánotkun, matarinnkaupum og virðingu fyrir umhverfinu.
Í þessum fyrsta þætti Virðingar í uppeldi í umsjón Árna Kristjánssonar kynnumst við Waldorf-skólanum á Íslandi örlítið með spjalli hans við Waldorfkennarana Martein Teit Kristjánsson og Ingibjörgu Jónu Sigurðardóttur, sem bæði eru reynslumiklir kennarar í Waldorf-stefnunni og hafa jafnframt alið upp börn sín eftir gildum hennar. Stefna Waldorfskólans byggir á heimspeki og heildrænum lífskenningum Rudolfs Steiner. Í stuttu máli snýst stefnan um að allt skólastarfið byggi á jafnvægi og kærleik, hvort sem litið er til litavals á veggjum, reglum um fatnað eða einstaklingsmiðaðri kennslu. Waldorf-stefnan hefur á margan hátt samhljóm með því sem við ræðum almennt um hér í hlaðvarpinu og skemmtilegt er að heyra hvernig kennarar og foreldrar með mikla reynslu af stefnunni sjá hana sem mjúka leiðsögn utan um ryþma fjölskyldulífs og samskipti við börn en ekki sem harðlínustefnu sem fylgja beri í einu og öllu. Þá ræddu þau þrjú um hvernig Waldorf nálgunin tengist skjánotkun, matarinnkaupum og virðingu fyrir umhverfinu. read more read less

2 years ago