00:00
74:52
Í fertugasta þætti okkar skyggnumst við á bak við barnabókina Vandræðasögur og fáum að heyra lýsingu höfunda bókarinnar á hugmyndafræðinni sem fyllir þær báðar ástríðu um hvernig við getum sem best hjálpað börnum að leysa úr klípum sín á milli og aðkomu hinna fullorðnu til að það megi heppnast sem best.

Sögur eru vel til þess fallnar að fá börn í samræður um þær klípur sem geta komið upp í samskiptum barna. Við skyggnumst inn í hvernig við getum sem best lesið sögurnar til að koma þeim til skila og fanga athygli barna og hvernig við getum síðan rætt þær með börnunum. Einnig ræddum við hvernig samtöl við getum átt við börnin okkar til að heyra sem flestar hliðar atburða sem áttu sér stað í fjarveru okkar með jafningjum og hver aðkoma okkar getur verið til að efla félagsþroska barnanna og efla þau í samkennd með öðrum þegar atburðirnir eru liðnir og heim er komið.

Gestir okkar í dag voru þær Alexandra Gunnlaugsdóttir, kennari, margra barna móðir og uppeldisfræðingur sem hefur unnið að rannsóknum á einelti í grunn- og menntaskólum og starfar sem deildarstjóri leikskóla í Danmörku, og Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, hagfræðingur og tvíburamóðir sem hefur sérhæft sig á sviði atferlishagfræði.
Perla Hafþórsdóttir, deildarstjóri á leikskóla, var einnig með Guðrúnu Ingu Torfadóttur stjórnanda þáttarins frá félagi Meðvitaðra foreldra.

Atriðisorð sem voru nefnd í þessu samhengi voru t.d.:
-Social situations – klípusögur.
-Narratíf sálfræði Michaels White; að geta tekið tilfinningu og fengið fjarlægð á hana.
-Resource thinking; hvað getur barnið komið með inn í hópinn?
Í fertugasta þætti okkar skyggnumst við á bak við barnabókina Vandræðasögur og fáum að heyra lýsingu höfunda bókarinnar á hugmyndafræðinni sem fyllir þær báðar ástríðu um hvernig við getum sem best hjálpað börnum að leysa úr klípum sín á milli og aðkomu hinna fullorðnu til að það megi heppnast sem best. Sögur eru vel til þess fallnar að fá börn í samræður um þær klípur sem geta komið upp í samskiptum barna. Við skyggnumst inn í hvernig við getum sem best lesið sögurnar til að koma þeim til skila og fanga athygli barna og hvernig við getum síðan rætt þær með börnunum. Einnig ræddum við hvernig samtöl við getum átt við börnin okkar til að heyra sem flestar hliðar atburða sem áttu sér stað í fjarveru okkar með jafningjum og hver aðkoma okkar getur verið til að efla félagsþroska barnanna og efla þau í samkennd með öðrum þegar atburðirnir eru liðnir og heim er komið. Gestir okkar í dag voru þær Alexandra Gunnlaugsdóttir, kennari, margra barna móðir og uppeldisfræðingur sem hefur unnið að rannsóknum á einelti í grunn- og menntaskólum og starfar sem deildarstjóri leikskóla í Danmörku, og Fjóla Ósk Aðalsteinsdóttir, hagfræðingur og tvíburamóðir sem hefur sérhæft sig á sviði atferlishagfræði. Perla Hafþórsdóttir, deildarstjóri á leikskóla, var einnig með Guðrúnu Ingu Torfadóttur stjórnanda þáttarins frá félagi Meðvitaðra foreldra. Atriðisorð sem voru nefnd í þessu samhengi voru t.d.: -Social situations – klípusögur. -Narratíf sálfræði Michaels White; að geta tekið tilfinningu og fengið fjarlægð á hana. -Resource thinking; hvað getur barnið komið með inn í hópinn? read more read less

3 years ago